Volkswagen í Bandaríkjunum hefur játað sök í hinu umdeilda mengunarhneyksli í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef BBC.

Bílaframleiðandinn mun því þurfa að greiða 4,3 milljarða dala til bandarískra yfirvalda.

Volkswagen kom tækni fyrir í 580.000 bílum í Bandaríkjunum, sem náði að villa fyrir mælingatækjum sem ætlað var að mæla mengun.

Útblásturs-hneyksli Volkswagen vakti mikla athygli út um allan heim árið 2015. Fyrirtækið hafði komið fyrir hugbúnaði sem gerði þeim kleift að svindla á útblástursprófum.

Alls voru um 1,2 milljón bílar í Bretlandi með þennan hugbúnað innbyggðan.