*

föstudagur, 4. desember 2020
Erlent 4. maí 2020 07:46

Volkswagen kallar eftir aðgerðum

Volkswagen vill að þýsk stjórnvöld grípi til aðgerða sem geti hjálpað til við að auka eftirspurn eftir bílum.

Ritstjórn

Volkswagen vill að þýsk stjórnvöld grípi til aðgerða sem geti hjálpað til við að auka eftirspurn eftir bílum. Minnkandi eftirspurn vegna COVID-19 hefur orðið til þess að hagnaður bílaframleiðandans dróst saman á fyrsta ársfjórðungi og reiknar bílaframleiðandinn með að annar ársfjórðungur verði enn erfiðari. Reuters greinir frá þessu.

Þessar kröfur bílaframleiðandans komu í kjölfar þess að fréttir fóru að berast um að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefði í hyggju að kalla saman leiðtoga helstu bílaframleiðenda landsins. Atvinnugreinin er þjóðinni mjög mikilvæg og skapar fjölda starfa. Sökum þess vill Merkel reyna að milda áhrif veirunnar á innlenda bílaframleiðendur.

„Við þurfum á aðgerðum að halda sem hvetja neytendur til bílakaupa,“ segir Frank Witter, fjármálastjóri Volkswagen.