Þýska fyrirtækið Volkswagen hefur keypt 16,6% hluta í bandaríska vörubílaframleiðandanum Navistar. Vildi Volkswagen komandi fætinum inn í bandaríska vörubílamarkaðinn.

Mun fyrirtækið greiða 15,76 dollara fyrir hvern hlut í fyrirtækinu, sem er 12% yfir markaðsvirði.

Það hafði verið þrýstingur á Navistar að finna nýtt fyrirtæki í samstarf vegna nýrra reglugerða varðandi umhverfismál.

Á vef BBC er haft eftir forstjóra Navistar að fyrirtækið geti nú boðið viðskiptavinum það besta frá báðum fyrirtækjum varðandi tæknimál.