Þýska fyrirtækið Volkswagen, stærsti bílaframleiðandi Evrópu, tilkynnti í dag að félagið hefði keypt meirihluta í sænsku vörubílaframleiðandanum Scania fyrir 2,88 milljarða evra.

Volkswagen sagðist hafa komist að samkomulagi við Investor AG og Wallenberg Foundations um að greiða 200 sænskar krónur í reiðufé fyrir hvern hlut.

Sérfræðingar segja að kaupin muni greiða götuna fyrir frekari samrunaþróun á þessum markaði og gera ráð fyrir því að Volkswagen komi fram með tilboð í þýska vörubílaframleiðandann MAN.