*

mánudagur, 27. janúar 2020
Erlent 13. apríl 2016 15:39

Volkswagen-menn fá bónusa

Eftir erfitt ár mun framkvæmdastjórn Volkswagen taka við 30% niðurskurði í bónusgreiðslum til sín, en munu fá bónusa þó.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Framkvæmdastjórn Volkswagen mun fá 30% lægri bónusa en ella vegna atburða síðasta árs, en munu þó fá bónusa yfir höfuð. Mikil umræða hefur sprottið upp um hversu miklir bónusarnir eiga að vera.

Annar stærsti hluthafi Volkswagen hefur kallað eftir því að framkvæmdastjórnin fái enga bónusa, og verkalýðsfélög hafa deilt við fjármála- og mannauðsdeildir Volkswagen um að sleppa bónusunum.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði rækilega um á síðasta ári fór allt í bál og brand fyrir Volkswagen eftir að upp komst að svindlbúnaði hafði verið komið fyrir í forritum fjölmargra bíla fyrirtækisins. Svindlbúnaðurinn gerði bílunum kleift að standast mengunarmælingu sem bíllinn hefði annars fallið á.