Bifvélaframleiðandinn þýski Volkswagen hefur komið á fót frekari rannsóknum á eigin framleiðslu til að ganga úr skugga um hvort fleiri tegundir díselbifreiða úr þeirra smiðju séu með ólögleg útblástursforrit. Fyrirtækið þarf þegar að takast á við það gífurlega verkefni að kalla inn og lagfæra þessar 11 milljónir bifreiða um heim allan.

Bifreiðar með EA 288 díselvél sem á að vera hannaður eftir útblástursstöðlum Evrópusambandsins standa til skoðunar vegna málsins, en óvíst er hversu margir bílar með slíka vél eru í umferð samtals. Mögulegt er að kostnaður fyrirtækisins við málið margfaldist, komi í ljós að EA 288 vélin sé einnig útbúin svindlbúnaðinum.

Volkswagen játaði í gær að af þeim 8,5 milljónum bifreiða sem þegar þyrfti að kalla inn á Evrópusvæðinu þyrftu um 3 milljónir þeirra að fá lagfæringu á vélbúnaði.

Viðskiptablaðið fjallaði áður ítarlega um málið , en kostnaðurinn við þessi vandkvæði bílarisans hlaupa á milljörðum evra.