Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur verið sektaður um 1 milljarð evra af þýskum yfirvöldum, sem nemur rúmum 125 milljörðum króna. Sektin kemur til vegna hugbúnaðs sem Volkswagen setti í diesel bíla sína, sem gerði þeim kleift að svindla á útblástursprófunum á árunum 2007-2015. Þetta kemur fram á vef BBC .

Fyrirtækið hyggst ekki áfrýja þessari niðurstöðu, en þessi sekt er ein sú hæsta sem þýsk yfirvöld hafa dæmt fyrirtæki þar í landi til að greiða.

Framkvæmdastjóri Volkswagen, Herbert Diess, segir að fyrirtækið sé að taka ábyrgð á gjörðum sínum, með því að samþykkja það að greiða sektina.