Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen seldi fleiri bíla en Toyota á fyrri helmingi ársins og er því í fyrsta sinn söluhæsti bílaframleiðandi heims. BBC News greinir frá þessu.

Volkswagen birti árshlutauppgjör sitt í gær en í því kom fram að fyrirtækið hefði selt 5,04 milljónir bifreiða á fyrstu sex mánuðum ársins. Toyota seldi hins vegar 5,02 milljónir bíla á sama tímabili, en þar dróst salan saman um 1,5% á milli ára.

Wolkswagen hefur lengi haft það að markmiði að selja fleiri bíla en Toyota og hefur nú loksins gert það, en þó þremur árum á undan áætlun þar sem fyrirtækið hafði sett sér það að markmiði fyrir árið 2018.