Matthias Mueller, forstjóri Volkswagen, sagði á bílasýningu í Genf að viðræður væru ennþá í gangi við stjórnvöld vegna útblásturshneykslisins og að hann vonaði að fyrirtækið myndi fá sanngjarna meðferð.

Hann varaði einnig við því að sektir sem stjórnvöld gætu lagt á fyrirtækið vegna málsins gætu verið hærri en þeir fjármuni sem fyrirtækið hefur tekið til hliðar til að borga sektirnar. Um leið og upp komst um málið tók Volkswagen til hliðar 6,7 milljarða evra, eða um 950 milljarða króna.

Volkswagen vinnur nú að skýrslu þar sem málið er skoðað, þ, á m. hvernig þetta gerðist, hver tók ákvörðunina og hvernig þetta komst ekki upp. Búist er við því að skýrslan verði tilbúin í apríl á þessu ári.