Sænska póstþjónustan gefur út í dag nýja frímerkjaröð sem tileinkuð eru vinsælum bílum frá árabilinu 1940 til 1960. Meðal frægra bíla er bifreið af gerðinni Volvo Amazon frá árinu 1958. Slíkir bílar voru vel þekktir hér á landi og þóttu mikil öndvegistæki á sínum tíma.

Þarna er líka að finna Volvo PV 444 frá 1953 sem hér var gjarnan kölluð “krippan”. Þetta voru fyrstu bílarnir frá Volvo með sjálfberandi yfirbyggingu og voru framleiddir á árunum 1947 til 1965. Nokkur fjöldi slíkra bíla var keyptur til Íslands og dugðu vel. Vélin var 4 strokka með 1,4 lítra sprengirými sem gaf heil 40 hestöfl. Síðar voru settar öflugir 1,6 lítra vélar í þessa bíla.

Meðal fleiri vinsælla bíla frá þessu tímabili sem þrykktir hafa verið á frímerki í Svíþjóð er Ford Mustang árgerð 1966. Þar er líka að finna Cadillac Coupé de Ville sem kom á markað í Bandaríkjunum árið 1949, Citroën DS af árgerð 1957 sem Svíar kölluðu “pödduna” og Volkswagen 1200 bjölluna eins og hún leit út á árunum 1949-1951. Bjölluna kölluðu Svíar reyndar “bubblan”.