Sænski bílaframleiðandinn Volvo er nú metinn á ríflega 22 milljarða dala í kjölfar þess að gengi bréfa félagsins hækkaði myndarlega á fyrsta viðskiptadegi bréfa félagsins í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Við opnun markaða stóð gengi Volvo í 53 sænskum krónum á hlut en ekki löngu síðar hafði gengið hækkað upp í 66 krónur á hlut. BBC greinir frá.

Kínverska fyrirtækið Geely var áður eini eigandi Volvo en félagið ákvað að skrá hluta af sænska fyrirtækinu á markað. Eftir skráninguna mun Geely þó vera stærsti hluthafi Volvo. Geely keypti Volvo af bandaríska bílaframeleiðandanum Ford árið 2010 á 1,8 milljarða dala.

Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, segir að fjármagnið frá skráningu félagsins muni nýtast vel til að styðja við markmið félagsins um 100% rafvæddan bílaflota árið 2030.