*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Erlent 3. janúar 2017 08:49

Volvo ekki vinsælastur í Svíþjóð

Mest seldi bíllinn í Svíþjóð árið 2016 var ekki af gerðinni Volvo, heldur var það Volkswagen Golf. Volvo bílar hafa verið vinsælastir frá árinu 1962.

Ritstjórn
Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, kynnir nýjan Volvo s90.
epa

Árið 2016 var mest seldi bíllinn í Svíþjóð ekki Volvo, heldur Volkswagen Golf. Þetta hljóta að teljast til stórtíðinda, sér í lagi ef litið er til þess að að Volvo bílar hafa verið mest seldir í Svíþjóð í hálfa öld. BBC greinir frá.

5,9% af seldum bílum í Svíþjóð árið 2016 voru af gerðinni Volkswagen Golf en þrjár af vinsælustu tegundum Volvo voru 5,7% af seldum bílum í Svíþjóð árið 2016.

Bjallan tók fram úr Volvo 1962

Árið 1962 þá var Volkswagen Bjalla vinsælasti bíllinn í Sviþjóð og tók þá fram úr Volvo.

Bílaframleiðandinn Volvo er nú í kínverskri eigu. Kínverska fyrirtækið Zhejiang Geely Holding Group keypti Volvo árið 2010. Þó tengja margir bílaáhugamenn Volvo enn við Svíþjóð.

Heilt yfir þá hafði Volvo 21,5 prósent markaðshlutdeild í Svíþjóð, en þar fylgdi Volkswagen á hæla Volvo með 15,7 prósent markaðshlutdeild.

Stikkorð: Svíþjóð Volvo VW vinsældir