Árið 2016 var mest seldi bíllinn í Svíþjóð ekki Volvo, heldur Volkswagen Golf. Þetta hljóta að teljast til stórtíðinda, sér í lagi ef litið er til þess að að Volvo bílar hafa verið mest seldir í Svíþjóð í hálfa öld. BBC greinir frá.

5,9% af seldum bílum í Svíþjóð árið 2016 voru af gerðinni Volkswagen Golf en þrjár af vinsælustu tegundum Volvo voru 5,7% af seldum bílum í Svíþjóð árið 2016.

Bjallan tók fram úr Volvo 1962

Árið 1962 þá var Volkswagen Bjalla vinsælasti bíllinn í Sviþjóð og tók þá fram úr Volvo.

Bílaframleiðandinn Volvo er nú í kínverskri eigu. Kínverska fyrirtækið Zhejiang Geely Holding Group keypti Volvo árið 2010. Þó tengja margir bílaáhugamenn Volvo enn við Svíþjóð.

Heilt yfir þá hafði Volvo 21,5 prósent markaðshlutdeild í Svíþjóð, en þar fylgdi Volkswagen á hæla Volvo með 15,7 prósent markaðshlutdeild.