Sænski vörubílaframleiðandinn Volvo tilkynnti í morgun að hagnaður 4. fjórðungs lækkaði um 37% milli ára. Nam hann 548 milljónum sænskra króna, en var 869 milljónir sænskra á sama tímabili árið á undan.

Í kjölfar þessa lélega uppgjörs tilkynntu stjórnendur félagsins um 4.400 uppsagnir sem koma til framkvæmda á árinu. Er það 2.400 fleiri en tilkynnt var um í lok september.