Hagnaður Volvo á fjórða ársfjórðungi 2007 nam 5.509 milljónum sænskra króna fyrir skatta, en markaðsaðilar höfðu búist við hagnaði upp á 6.176 milljónum sænskar.

Í Morgunkorni Glitnis segir að tekjur félagsins hafi veriðumfram væntingar og námu 84,6 milljónir sænskar krónur. Pantanir jukust um 3% (ef ekki er tekið tillit til yfirtökunnar á Nissan Diesel).

Fyrirtækið telur að umsvif þess á Evrópumarkaði muni aukast um 5-10% á þessu ári en að staðan á Bandaríkjamarkaði verði óbreytt. Þá segir fyrirtækið að Asía sé nú annar stærsti markaður fyrirtækisins eftir yfirtökuna á Nissan Diesel og að sala flutningabíla í álfunni hafi þrefaldast á síðasta ársfjórðungi. Arðgreiðslur eru áætlaðar 5,5 sænskar krónur á hlut.