Hagnaður Volvo á 2. ársfjórðungi nam 7,5 milljörðum sænskra króna (um 99 milljarðar íslenskra króna). Á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 6 milljarðar sænskra króna.

Meðalspá markaðsaðila gerði ráð fyrir um 7,1 milljarði sænskra króna í hagnað þannig að afkoman var nokkuð yfir væntingum. Framlegð Volvo jókst úr 8,6% í 8,9% milli ára.

Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Vörubílapöntunum í Evrópu fækkaði um helming milli ára. Auk þess býst Volvo ekki við vexti í Bandaríkjunum eða Japan, en segir útlitið vera gott á öðrum mörkuðum.