Skiptum í þrotabúi SB 12 efh., sem áður hér Jón & Margeir, lauk núna um miðjan október. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í október 2010 og tók skiptameðferðin því tvö ár.

Jón & Margeir var og er enn flutningafyrirtæki í Grindavík. Feðgarnir Jón Gunnar Margeirsson og Margeir Jónsson stofnuðu fyrirtækið árið 1992.

Lýstar kröfur í búið námu 367,3 milljónum króna. Engar eignir fundust í búinu. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins má rekja stærstan hluta krafnanna til stökkbreyttra gengislána í bókum félagsins. Stofnað 1992 Fyrirtækið rekur í dag 14 bíla í hinum ýmsu útfærslum. Fyrrnefnd skuld kemur samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins að mestu leyti til vegna fjármögnunar á vörubílum og öðrum tækjum í rekstri fyrirtækisins.

Nýtt félag um rekstur fyrirtækisins, Jón og Margeir flutningar ehf., var stofnað í maí 2010, tæpu hálfu ári áður en gamla félagið var tekið til gjaldþrotaskipta.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.