*

mánudagur, 30. mars 2020
Innlent 16. ágúst 2019 19:01

Von á dómsmáli við Rolls Royce

Þrotabú WOW air gerir ráð fyrir því að deila um eignarhald á hreyfilblöðum muni enda fyrir dómstólum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ágreiningur er upp milli þrotabús WOW air og Rolls Royce um eignarhald á 26 hreyfilblöðum sem eru í vörslu þrotabúsins. Þetta kemur fram í skýrslu skiptastjóra WOW air þar sem segir að úr þeim ágreiningi verði væntanlega skorið úr um fyrir dómstólum. 

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá er Rolls Royce næst stærsti kröfuhafi í þrotabú flugfélagsins en krafa félagsins hljóðar upp samtals upp á  á 22 milljarða króna. 

Þess ber að geta að Rolls Royce PLC sem er kröfuhafi í þrotabúið er í dag óskyldur framleiðslu á lúxusbifreiðum undir sama nafni. Framleiðsla á Rolls Royce lúxusbifreiðum heyrir undir þýska bílaframleiðandann BMW og hefur sá háttur verið á allt frá árinu 1998.

Stikkorð: WOW air