Mál þeirra Robert og Vincent Tchenguiz gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar verður þingfest á morgun og er gert ráð fyrir að þeir fari fram á háar skaðabætur frá embættinu. Í frétt The Telegraph kemur fram að kröfur bræðranna séu að öllum líkindum yfir 100 milljónum punda, sem samsvarar rúmum tveimur milljörðum króna.

Tchenguiz bræður hafa höfðað mál vegna rannsóknar á hendur þeim eftir viðskipti þeirra við Kaupþing í London og fall bankans. Þeir voru meðal annars handteknir og yfirheyrðir og telja sig hafa orðið fyrir viðskiptalegum skaða en þeir hafa verið umsvifamiklir á sviði fasteigna og smávöruviðskipta á Bretlandsmarkaði á síðustu árum.