*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 13. maí 2013 07:52

Á von á nýrri stjórn í vikunni

Svanhildur Hólm, aðstoðarkona formanns Sjálfstæðisflokksins, segist sjá fyrir endann á stjórnarmyndunarviðræðum.

Ritstjórn
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson funduðu í Alþingishúsinu í vikunni.
Haraldur Guðjónsson

„Ég held að við séum loksins farin að sjá fyrir endann á þessu,“ segir Svanhildur Hólm, aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Haft er eftir henni í Fréttablaðinu í dag að farið sé að sjá til lands í stjórnarmyndunarviðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hún eigi frekar von á að þeim ljúki i vikunni. 

Formlegar viðræður formanna flokkanna hafa staðið yfir síðan sunnudaginn 5. maí. 

Í blaðinu segir að þeir Sigmundur og Bjarni hafi fundað alla helgina með aðstoðarmönnum sínum. Þeir funduðu í gær að sögn blaðsins fram á kvöld á ótilgreindum stað á Suðurlandi og stóð til að hefja viðræður aftur snemma í dag. Þá segir blaðið að þingflokkur Sjálfstæðisflokks muni funda um gang viðræðnanna í Valhöll í dag. Ekki hefur verið skipulagður fundur hjá þingflokki Framsóknarflokks.