*

miðvikudagur, 3. mars 2021
Innlent 11. ágúst 2019 13:09

Von á skýrslu fyrir lok árs

Skýrsla um eignasafn Seðlabanka Íslands hefur nú dregist um ríflega sjö mánuði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Undirbúningur er hafinn að skýrslu um starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands og dótturfélaga þess og er þess vænst að hún verði tilbúin á þessu ári. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Sigurður Inga Jóhannssonar frá árinu 2016 kom fram að skila ætti skýrslunni til bankaráðs Seðlabankans eigi síðar en fyrir lok árs 2018.

Skýrslunni er ætlað að veita viðamikið yfirlit um starfsemi félagsins og dótturfélaga auk þess sem beinn kostnaður hins opinbera af bankahruninu muni liggja endanlega fyrir. Í svari frá Seðlabankanum við fyrirspurn Viðskiptablaðsins kemur fram að ástæðan fyrir því að skýrslan er ekki tilbúin sé meðal annars að slit á félögum hafi dregist nokkuð á langinn en slitaferli dótturfélaganna Hildu og SPB hófst í maí 2017 og slitaferli ESÍ á haustmánuðum sama ár.