Jón Von Tetzchner gerði á föstudag  þriggja ára samstarfssamning fyrir hönd hugbúnaðarfyrirtækisins Vivaldi Technologies við Knattspyrnudeild Gróttu á Seltjarnarnesi.

Með samningnum er Vivaldi orðinn einn af aðalstyrktaraðilum Gróttu og mun gervigrasvöllur félagsins framvegis heita Vivaldi-völlurinn.

Á vef Gróttu er stutt viðtal við Jón. Þar kemur fram að Jón sé Seltirningur og hafi spilað með Gróttu þegar hann var ungur.

Ég er alinn upp á Seltjarnarnesi og spilaði með Gróttu upp yngri flokkana, þó ég hafi nú aldrei verið nein stjarna. Ég hef búið erlendis í langan tíma en reynt að fylgjast Gróttu á sama tíma. Ég hef mjög gaman af því að fá nú tækifæri til að styðja við gamla liðið mitt núna með því að setja nafnið á völlinn,“ sagði hann aðspurður tildrög samstarfssamningsins.