Jón Þór Ólafsson
Jón Þór Ólafsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þingflokkur Pírata biður alla áhugasama nörda að senda starfsmönnum þingflokksins punkta eða hugleiðingar um efni skýrslu rannsóknarnefndar um sparisjóðina. Þingflokkurinn vonar að nördarnir sem áhuga hafa á efni skýrslunnar geti hjálpað þingflokkinum að ná utan um efnið áður en umræður um skýrsluna hefst.

Skýrslan um sparisjóðina verðu kynnt þingmönnum klukkan 13 í dag en almenningi klukkustund síðar. Þingmenn hafa svo sólarhring til að kynna sér efni skýrslunnar. Umræða um hana verður í þingnefndum á morgun, föstudag og á þingfundi eftir hádegið. Þegar þingfundinum lýkur fara Alþingismenn í 17 daga páskafrí.

Fram kemur í beiðni Pírata til nörda landsins að sparisjóðaskýrslan er um tvö þúsund blaðsíður og því varla á þingmenn lagt að ætla þeim að vera vel inni í málinu þegar skýrslan kemur til umræðu á Alþingi.