Töluverðrar svartsýni gætir í niðurstöðum stjórnendakönnunar MMR. Flestir eru svartsýnir á horfur efnahagslífsins næsta árið og það sama má segja um gjaldeyrismál, stöðu ríkissjóðs, fjármálakerfisins og atvinnulífsins.

Vonarglætu má þó finna í svörum við spurningu um horfur íslensks hagkerfis í heild næstu tólf mánuði. Samanborið við könnun síðasta árs fjölgar þeim um rúm 10% sem búast við vexti í hagkerfinu og eru nú 39,2% samanborið við 27% á síðasta ári.

Þá fækkar þeim svartsýnu og búast nú 20,3% stjórnenda við samdrætti í hagkerfinu. Margir halda þó væntingum í skefjum og búast við að stærð hagkerfisins muni standa í stað.

Hverjar telur þú horfur íslensks hagkerfis vera til næstu 12 mánaða?
Hverjar telur þú horfur íslensks hagkerfis vera til næstu 12 mánaða?

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.