Alda Karen Hjaltalín, 24 ára sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp er meðal þeirra 20 sem nefndir eru á almannatengslafyrirtækisins Góðra samskipta yfir vonarstjörnur í viðskiptalífinu, en félagið er í eigu Andrésar Jónssonar almannatengils.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá birti félagið lista yfir 40 eftirtektarverða stjórnendur, 40 ára og yngri, en þessi listi var valinn í tengslum við gerð þess lista. Um er að ræða fólk sem var tilnefnt, en komst að lokum ekki inn á aðallistann, en vænst er að á næstu árum geti það átt eftir að skjóta upp kollinum á honum innan fárra ára.

Lesa má listann í heild sinni hér , en meðal annarra á listanum eru í stafrófsröð:

  • Alda Karen Hjaltalín (24), sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp.
  • Alexander Jensen Hjálmarsson (30), sérfræðingur hjá GAMMA.
  • Anna Fríða Gísladóttir (27), markaðsstjóri hjá Domino‘s.
  • Ari Guðjónsson (29), yfirlögfræðingur Icelandair Group.
  • Arnar Gauti Reynisson (36), fjármálastjóri Heimavalla.
  • Ásdís Auðunsdóttir (30), verkefnisstjóri hjá Deloitte.
  • Björn Brynjúlfur Björnsson (30), fyrrverandi hagfræðingur Viðskiptaráðs.
  • Darri Freyr Atlason (23), sérfræðingur í stafrænni þróun hjá Íslandsbanka.
  • Elísabet Guðrún Björnsdóttir (34), sérfræðingur hjá Landsbankanum.
  • Eyrún Jónsdóttir (37), forstöðumaður hjá CCP.
  • Hafsteinn Hauksson, (28) sérfræðingur hjá GAMMA í London.
  • Hildur Einarsdóttir (35), forstöðumaður hjá Össuri.
  • Hrólfur Andri Tómasson (29), framkvæmdastjóri Framtíðarinnar lánasjóðs sem er í eigu GAMMA.
  • Kristinn Árni Lár Hróbjartsson (28), sérfræðingur hjá Kolibri.
  • Kristrún Frostadóttir (29), aðalhagfræðingur Kviku banka.
  • Magnús Þorlákur Lúðvíksson (29), sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Icelandair.
  • Rakel Guðmundsdóttir (26), rekstrarstjóri Gló.
  • Samúel Karl White (40), sérfræðingur hjá Creditinfo.
  • Sigríður María Egilsdóttir (23). Laganemi í Háskólanum í Reykjavík.
  • Þuríður Björg Guðnadóttir (29), framkvæmdastjóri hjá Nova.