Kvik­mynd­in Von­ar­stræti í leik­stjórn Bald­vins Zoph­on­ías­son­ar, er nú orðin tekju­hæsta mynd landsins árið 2014. Kvik­mynd­in Secret Life of Walter Mitty er þó enn aðsókna­mest, því dýr­ara er inn á ís­lensk­ar mynd­ir í kvik­mynda­hús­um. Þessu greinir Morgunblaðið frá.

Tekjurnar af Von­ar­stræti eru nú orðnar um 54,9 millj­ón­ir króna, en tekj­urn­ar af Secret Life of Walter Mitty voru um 41,8 millj­ón­ir. Alls hafa 37.584 manns lagt leið sína á Von­ar­stræti, en  37.944 manns sáu Secret Life of Walter Mitty.

Í þriðja sæti, bæði hvað varðar tekj­ur og áhorf er mynd­in Hobbit: Desolati­on of Smaug, sem 32.162 manns hafa séð, en tekjur af henni námu 40,8 millj­ón­ir.

Hér má sjá lítið brot úr Vonarstræti.