Hér á landi hefur myndast sterkur álklasi, þ.e. net fyrirtækja sem þjónusta álfyrirtækin, og því telur framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda ekki ólíklegt að þróunin á næstu árum verði með svipuðum hætti og í sjávarútvegi. Kemur þetta fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu .

Hann telur að hér muni rísa fyrirtæki á borð við Marel en í áliðnaði. Það muni stíga sín fyrstu skref á heimamarkaði en síðan vaxa út fyrir landsteinana og byggi þá ekki lengur á heimamarkaðnum.