Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur hefur verið skipaður í embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur, en skipun hans tók gildi á mánudag.

Spurður hvernig það hafi komið til að hann sótti um embætti héraðsdómara segir Kjartan að slík störf falli vel að áhugasviði hans. „Ég hef alltaf haft áhuga á dómstörfum og unnið við að leysa úr raunhæfum lögfræðilegum álitaefnum. Ég vann hjá umboðsmanni áður en ég fór til EFTA-dómstólsins svo ég hef í raun allan starfsferilinn unnið að úrlausn ágreiningsmála,“ segirKjartan.

Kjartan Bjarni er giftur Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, en hún starfar sem þróunarstjóri hjá Kindle-deild Amazon í Evrópu. „Ég vona að ég nái að sannfæra hana um að koma með mér til Íslands, hún sinnir mjög áhugaverðu starfi hérna úti. Það verður mitt næsta verkefni,“ segir Kjartan og hlær. Þau eiga saman tvo stráka sem eru tveggja og fimm ára gamlir. „Þeir eru miklirhúmoristar og halda okkur við efnið.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .