Fjárfestar í Asíu eru sagðir halda í vonina að stjórnvöld í Kína styðji í meiri mæli en áður við efnahagslífið með örvandi aðgerðum á borð við fjárfestingum í regluverki. Gengi hlutabréfa hækkaði af þessum sökum almennt á mörkuðum þar. Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,7% og aðrar vísitölur í álfunni minna.

Fréttastofa Reuters hefur eftir fjármálasérfræðingum í Asíu að aðgerðir stjórnvalda og kínverska seðlabankans muni m.a. taka mið að því hvað evrópski seðlabankinn geri í vikunni, það er hvort hann haldi stýrivöxtum óbreyttum eða hækki þá.