Íþróttavörufyrirtækið Adidas er um þessar mundir að gera mikla breytingar á stjórn fyrirtækisins, bæði í Norður-Ameríku og Evrópu. Fyrirtækið framleiðir líka Reebok. Sölutölur fyrirtækisins í ár hafa verið undir væntingum.

Sala á vörum frá Adidas dróst saman um 11 prósent í Vestur-Evrópu og 2 prósent í Norður-Ameriku á öðrum fjórðungi ársins. Aftur á móti eru vísbendingar um að sala Nike, helsta samkeppnisaðila, hafi verið að aukast.

Stjórn á framleiðslu Adidas og Rebook í Norður Ameríku verður færð undir einn hatt. Patrik Nilsson, sem stýrði Adidas framleiðslunni mun stjórna sameiginlegri framleiðslu, en Uli Becker, sem stýrði Reebok framleiðslunni, verður látinn taka pokann sinn.

Hér má lesa meira um Adidas.