Haldin verður þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave eins fljótt og verða má og helst innan mánaðar segir Jóhanna Sigurðardóttir. Hún og Steingrímur J. Sigfússon voru í viðtali í beinni útsendingu Sjónvarpsins á fjórða tímanum í dag.

Til stendur að stjórnarflokkarnir hittist og fari yfir þá stöðu sem komin er upp. Jóhanna sagði að það hefði verið mikill stuðningur við samþykkt Icesave á Alþingi og allir flokkar hefðu komið að þessum samningi. Hún sé hissa á hve lítið forsetinn horfi til þess.

Steingrímur sagði að ekki standi til að rjúfa þing og ekki sé á óvissuna bætandi. Hann sé sem þingmaður á Alþingi Íslendinga í 25 ár undrandi á ákvörðun fosetans og er hugsi um þingræðið og hvert stefni í þeim efnum.