*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 23. nóvember 2011 08:59

Vonir aukast um að olía sé vinnanleg á Drekasvæðinu

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sagðar koma á óvart og vera spennandi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Vonir manna um að olíu megi vinna á Drekasvæðinu hafa aukist eftir að niðurstöður nýrra rannsókna Norðmanna á svæðinu voru kynntar. Fjallað er um málið á vefsíðu norsku Olíumálastofnunarinnar.  Rannsóknirnar voru unnar í samvinnu við Orkustofnun og náðu inn á íslenska hlutann á Drekasvæðinu.

Fóru rannsóknirnar fram síðasta sumar og segir í fréttinni að niðurstöðurnar komi á óvart og séu spennandi. Bergið á hafsbotninum sé allt að 260 milljón ára gamalt og í því sé að finna setlög sem auka trú Norðmanna á að þarna megi finna og vinna olíu. Rannsóknum á svæðinu verður haldið áfram næsta sumar.

Stikkorð: Drekasvæðið