Bandarísku flugfélögin Delta Air Lines og Southwest Airlines hafa varað við því að mikil aukning kórónuveirusmita vestanhafs geti haft neikvæð áhrif á ferðalög yfir hátíðarnar. Innan fluggeirans lifðu vonir um að bókanir tækju aðeins við sér á ný yfir hátíðarnar en það að faraldurinn hafi sótt í sig veðrið gæti farið langt með að slökkva í þeim vonum. Reuters greinir frá.

Í gær höfðu ekki greinst jafn mörg kórónuveirusmit á einum degi og var það í annan daginn í röð sem smitin náðu hámarki. Að auki hefur talan yfir fjölda á sjúkrahúsum vegna veirunnar aldrei verið hærri.

„Nú þegar kórónuveirusmitin hafa rofið 10 milljóna múrinn í Bandaríkjunum og tilfellum fer fjölgandi í Evrópu og víðar um heim, bendir allt til þess að krefjandi vetur framundan," segir Ed Bastian, forstjóri Delta, í bréfi til starfsmanna.