Hlutabréf hækkuðu á Wall Street í gær. Dow Jones vísitalan fór yfir 11.000, og hækkaði um 0,53%, en það er í fyrsta sinn síðan í maí sem vísitalan fer yfir það gildi.

Í dag jukust líkur á því að Seðlabanki Bandaríkjanna grípi inn í bandarískt efnahagslíf með því að auka peningamagn í umferð. Meðal ástæðna fyrir auknum líkum á inngripi eru dökkar horfur atvinnumálum.

Helstu vísitölur hækkuðu um 0,5-0,7% í gær.