Smærri skráð fyrirtæki eru hlutfallslega færri hér en erlendis, að því er kemur fram í pistli Brynjars Arnar Ólafssonar, sem birtist í Viðskiptablaðinu í síðustu viku.

Hann segir nokkur atriði hafa gert First North markaði Kauphallarinnar erfiðara fyrir. Í fyrsta lagi hafi félög á markaðnum verið talin óskráð af lífeyrissjóðum. Í öðru lagi hafi auðlegðarskattur miðast við markaðsvirði skráðra félaga, en bókfært virði eigin fjár í tilviki óskráðra félaga. Í þriðja lagi hafi bankarnir hugsanlega haft það sem stefnu að lána eða fjárfesta í vaxtarfélögum og bíða með að beina þeim í fjármögnun á First North.

Lesa má pistil Brynjars hér.