Hráolía (light crude) til afgreiðslu í febrúar lækkað úr 36,51 dollar í 36,06 dollara tunnan á markaði NYMEX í Bandaríkjunum í morgun. Talið er að vopnahlé á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna og lausn gasdeilunnar í Rússlandi valdi þessari lækkun. Lítil viðskipti eru þó sögð á bak við þessar tölur.   Hráolía í framvirkum samningum til afgreiðslu í mars hækkað aftur á móti talsvert á NYMEX í morgun og fór hæst í 42,63 dollara tunnan, en stendur nú í 41,88 dollurum. Hjá Brent í London hefur hins vegar orðið lækkun á olíu til afgreiðslu í mars. Þar var verðið á föstudag skráð 46,57 dollarar tunnan en stendur nú í 45,60 dollurum.