Á tímabilinu 2010-2015 jókst vopnasala á heimsvísu um rúm 14%. Þá voru Bandaríkin stærsti framleiðandi og útflytjandi vopna - en sala þjóðarinnar jókst um 27% á tímabilinu.

Þetta kemur fram í frétt Washington Post um málið. Þar segir enn fremur að vopnasala Rússlands og Kína hafi aukist meðan vopnasala Frakklands og Þýskalands hafi dregist saman.

Þessar fimm þjóðir standa undir 74% allrar vopnasölu í heiminum, en stærstu tvær þjóðirnar, Bandaríkin og Rússland, sjá um 58% sölunnar. Mesti vöxtur í sölu á tímabilinu var hjá Kína, en þar stækkaði hlutur þjóðarinnar í vopnamarkaðnum um 88%.

Þær þjóðir sem keyptu inn hvað flest vopn voru Indland, Sádí-Arabíua, Kína, Sameinuðu arabísku furstaríkin og Ástralía. Það var þá sænsk hugvitsstofnun sem tók þessar tölur saman.