*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 13. apríl 2021 16:49

Vor í lofti í Kauphöllinni

Grænn dagur er að baki í Kauphöllinni þar sem gengi 14 félaga af 18 hækkaði. Icelandair hækkaði mest og Sýn lækkaði mest.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Grænn viðskiptadagur er að baki í Kauphöll Nasdaq á Íslandi. Gengi 14 félaga af þeim 18 sem skráð eru á aðalmarkað kauphallarinnar hækkaði í viðskiptum dagsins og hækkaði gengi OMXI10 úrvalsvísitölunnar um 0,28%. Stendur úrvalsvísitalan í kjölfarið í 2.968,51 stigi. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 4,9 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 4% í 146 milljóna króna veltu. Gengi hlutabréfa Eimskips hækkaði næstmest, eða um 3,02% í 460 milljóna króna veltu.

Gengi fjögurra félaga, Sýnar, Haga, Eikar og Arion banka, lækkaði í viðskiptum dagsins. Var þó aðeins um að ræða smávægilegar lækkanir. Gengi Sýnar lækkaði um 1,17% og Haga um 1.02%. Þá lækkaði gengi Eikar um 0,5% og Arion banka um 0,4%.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq