Ríkiskaup hafa endurnýjað samning um brunatryggingar á fasteignum í eigu ríkisins við tryggingafélagið Vörð. Vörður átti hagstæðasta tilboðið í tryggingar allra fasteignanna ríkisins í útboði Ríkiskaupa sem auglýst var í janúar. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fasteignir ríkisins eru rúmlega 3.000 víða um land. Á meðal þeirra fasteigna sem Vörður mun tryggja eru Alþingishúsið, Landsspítalann, allar fasteignir Háskóla Íslands, hús Hæstaréttar og Listasafns Íslands. Samningurinn nær í fyrsta sinn jafnframt til fasteigna í eigu Íbúðalánasjóðs en eignir sjóðsins hafa ekki áður verið boðnar út með öðrum eignum ríkissjóðs.

Vörður hefur brunatryggt fasteignir ríkisins frá árinu 2008 en tryggingafélagið hefur átt hagstæðasta tilboðið í síðustu þremur útboðum.