*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Innlent 19. júní 2020 10:10

Vöru- og þjónustujöfnuður jákvæður

Vöru- og þjónustujöfnuður var jákvæður um 1,5 milljarð í apríl en jákvæður um 7 milljarða fyrstu 4 mánuði ársins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Vöru- og þjónustujöfnuður var jákvæður um 1,5 milljarða í apríl 2020 en jákvæður um 7 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Frá þessu greinir Hagstofa.

Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var áætlaður jákvæður um 0,1 milljarð króna. Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði var áætlaður 47,9 milljarðar króna í apríl 2020 en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði 47,8 milljarðar.

Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 1,4 milljarða króna, en útflutt þjónusta var áætluð 18,7 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 17,3 milljarðar.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 332,3 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við 404,6 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2019. Verðmæti innflutnings var áætlað 325,4 milljarðar borið saman við 376,4 milljarða fyrir sama tímabili 2019.

Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu fjóra mánuði ársins 2020 var því áætlaður jákvæður um 7,0 milljarða samanborið við 28,3 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir sama tímabil árið á undan.

Stikkorð: og þjónustujöfnuður Vöru-