Hollenska olíufyrirtækið Royal Dutch Shell hafði verið varað við slæmu ástandi olíuleiðslu fyrirtækisins í Nígeríu. Viðvörunin kom fram áður en olíuleiðslan gaf sig, en töluverður olíuleki varð úr leiðslunni í kjölfarið. BBC News greinir frá þessu.

Þar kemur fram að fréttastofan hafi dómsskjöl undir höndum vegna hópmálsóknar hagsmunaaðila í Nígeríu gegn fyrirtækinu vegna olíulekans. Þar komi fram að jafngildi 500 þúsund tunna af olíu hafi lekið yfir nærumhverfi leiðslunnar. Lekinn hafi haft áhrif á 90 ferkílómetra landsvæði í Suður-Nígeríu.

Fyrirsvarsmenn Royal Dutch Shell hafa hins vegar neitað þessum ásökunum, og hafnar því að fyrirtækið hafi haldið áfram að notast við olíuleiðslu sem ekki væri örugg.