Vöruinnflutningur í septembermánuði nam um 19 milljörðum króna án skipa og flugvéla samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts. Þetta er mun minni innflutningur en í síðasta mánuði en þá voru fluttar inn vörur fyrir tæplega 21 milljarð króna - sem er milljarði minna en bráðabirgðatölur ráðuneytisins bentu til. Samkvæmt framangreindum tölum er þetta fyrsti mánuður ársins sem innflutningur dregst saman að raungildi frá sama mánuði árið áður. Ef þriggja mánaða meðaltal er borið saman milli ára er aftur á móti um 7% aukningu að ræða.

Vöruskiptajöfnuður fyrstu átta mánuði ársins var neikvæður um 27 milljarða króna en var á sama tíma í fyrra óhagstæður um tæpa 7 milljarða króna. Meiri afla af verðmætari fisktegundum í ágúst og september og minni innflutningur gæti leitt til minni halla á vöruskiptajöfnuði í september en verið hefur undanfarna mánuði, jafnvel að hann verði í jafnvægi. Þessi niðurstaða er í samræmi við nýja þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins
en þar er gert ráð fyrir 39 milljarða halla á árinu öllu.