Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum um 1,6% - 5,6% frá því í júní nema í Hagkaupum þar sem vörukarfan lækkar um 1,2% og Nóatúni þar sem hún lækkaði um -2,4%.

Þetta kemur fram í nýrri mælingu verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var í nóvember.

Mesta hækkunin á vörukörfunni milli mælinga verðlagseftirlitsins var hjá Nettó, eða um 5,6%, 10-11 um 5,2% og Samkaupum Úrval um 4,6%.

Frá seinustu mælingu má sjá töluverðar hækkanir í öllum vöruflokkum í verslunum landsins, en einstöku lækkanir eru þó sjáanlegar í öllum verslunum nema hjá 10-11.

Sjá verðlagskönnunina í heild sinni.