*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 4. janúar 2019 19:04

Vorum unglingar í alþjóðaviðskiptum

Árni Oddur Þórðarson segir ekki skrítið að Íslendingar hafi fengið meiri skell en aðrir í bankahruninu.

Trausti Hafliðason
Haraldur Guðjónsson

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, sem hlaut viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsar verslunar nú á dögunum talar aðeins um bankahrunið í viðtali tímaritinu Áramótum. Í því samhengi bendir hann á að Íslendingar hafi ekki byrjað í alþjóðaviðskiptum af alvöru fyrr en í kringum árið 1980.

„Þá á ég við útrás fyrirtækja,“ segir Árni Oddur. „Í því samhengi er ekki skrítið að við Íslendingar fengum meiri skell í bankahruninu 2008 en flestar aðrar þjóðir. Við vorum bara unglingar í alþjóðaviðskiptum. Ef við berum okkur saman við Holland, sem ég þekki mjög vel, þá voru gullaldarár Hollendinga þegar Austur-Indíafélagið er sett á laggirnar í kringum 1600, það var svo árið 1636 sem fyrsta stóra bólan sprakk á fjármálamörkuðum þegar kom að skuldadögum í túlípanaæðinu (e. tulip mania). Hollendingar náðu sér á strik á nýjan leik og urðu mikil verslunar- og siglingaþjóð.

Það ganga nánast allar þjóðir í gegnum svona nokkuð á unglingsárunum í alþjóðaviðskiptum og læra af því eins of við mannfólkið og koma svo á ný sterkari til leiks.“

Ítarleg viðtal við Árna Odd er að finna í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar.Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Stikkorð: Árni Oddur Þórðarson
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is