Virði vörumerksins Apple hefur aukist um 52% á tveimur árum samkvæmt mati Forbes tímaritsins. Í nýjasta hefti blaðsins er að finna lista yfir verðmætustu vörumerki heims. Þar er Apple í fyrsta sæti en virði vörumerkisins er talið nema 87,1 milljarði dollara.

Það er 59% hærra en virði Microsoft, sem kemur næst á eftir Apple á listanum. Virði Microsoft er talið nema 54,7 milljörðum dollara.

Í næstu sætum koma Coca-Cola, IBM, Google, Intel, McDonalds og General Electric.