Coca-Cola hefur misst stöðu sína á topp tíu lista yfir verðmætustu vörumerki heims. Vörumerkið Coca-Cola féll úr 3. sæti listans í það 16. og minnkaði virðið um 9 milljarða dollara, samkvæmt lista ráðgjafafyrirtækisins Brand Finance. Listi yfir 500 verðmætustu vörumerki heims er birtur árlega.

Fyrirtækið sem tók mesta dýfu á listanum í ár er olíufyrirtækið BP. Félagið féll um 53 sæti á listanum og má alfarið rekja til olíulekans í Mexíkóflóa og vandræða félagsins í kjölfarið.

Samkvæmt Brand Finance er Google verðmætasta fyrirtæki heims. Vörumerkið er metið á 44 milljarða dollara, tveimur milljörðum meira en Microsoft sem er í öðru sæti. Af tölvurisunum er Apple síðan í 8. sæti, metið á 29,5 milljarða. Apple tók nokkurt stökk upp listann frá fyrra ári en þá var vörumerkið í 20. sæti.

Af tuttugu verðmætustu vörumerkjum heims eru þrettán þeirra bandarísk.