„Markmiðið er að gefa Íslendingum færi á að kaupa lúxusvörur ódýrari en gengur og gerist,“ segir Jóna Heiða Hjálmarsdóttir, einn þriggja eigenda Auraboðs sf., en það er nýskráð félag sem mun halda úti vefsíðu um uppboð.

Til stendur að bjóða upp ýmsar vörur, svo sem bifreiðar,húsgögn og raftæki. Auraboð er nýtt viðskiptamódel á Íslandi en á sér nokkra hliðstæðu erlendis, einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi og þaðan er fyrirmyndin sótt. Auraboð gerir fólki kleift að keppast um að kaupa vörur undir kostnaðarverði á netinu, á sama tíma og fyrirtækin sem selja vörurnar fá uppsett verð fyrir þær.

Hluti af þeim hagnaði sem safnast í hverju uppboði mun renna til góðgerðamála. Jóna bendir á að góðgerðasamtök séu mörg hver mjög fjársvelt og því sé þetta leið til að láta gott af sér leiða og gefa til samfélagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.