*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 19. janúar 2017 10:10

Vörur Gamla Bakarísins til sölu í Reykjavík

Nú verður hægt að kaupa vörur frá Gamla Bakarínu í Reykjavík, nánar tiltekið í versluninni Rangá.

Ritstjórn
Gamla Bakaríið, Ísafirði.
Haraldur Guðjónsson

Verslunin Rangá Skipasundi 56 Reykjavíkur hefur hafið sölu á ýmsum vörum frá hinu sögufræga Gamla Bakaríi á Ísafirði. Þar verður til að mynda hægt að kaupa kringlur, snúða, rúgbrauð, gamaldags kleinuhringi, kökur og fleira.

Vörurnar koma til borgarinnar á þriðjudögum og föstudögum og mögulegt er að panta þær í versluninni eða í gegnum síma.

Gamla Bakaríið er eitt sögufrægasta bakarí Íslands og hefur verið rekið í yfir 100 ár.

Á Facebook síðu Gamla Bakarísins segir: „Verslunin Rangá Skipasundi 56 Reykjavík hefur hafið sölu á ýmsum vörum frá Gamlabakaríinu td.kringlum, snúðum, rúgbrauði,gamaldags kleinuhringjum, kökum og fl. Vörurnar koma á þriðjudögum og föstudögum. Opnunartími er alla daga 10-22. Möguleiki er að panta í versluninni eða í síma 5533402.“