Skiptastjóri í þrotabúi Víðis hefur kveðið að opna tvær verslanir fyrirtækisins og selja vörurnar á hálfvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Verslunum Víðis var lokað í síðustu viku á fimmtudag í kjölfar fundar með stjórnendum og millistjórnendum fyrirtækisins.

Rekstur verlunarinnar hefur verið afar erfiður á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði.

Skilaði verslunin 13 milljóna króna tapi árið 2015 en sneri því í 49 milljóna króna hagnað árið 2016.