Bandaríska verslunin Pylones í New York hóf í vikunni að selja vörur hönnunarfyrirtækisins Tulipop. Pylones er þekkt franskt vörumerki sem selt er víða og þekkt fyrir fallega hannaðar, litríkar og skemmtilegar vörur.

Pylones rekur fjórar verslanir í New York. Þar eru seldar vörur frá Pylones í Frakklandi auk vara frá völdum hönnuðum um allan heim. Verslanirnar eru á þekktum stöðum í borginni: ein er í Rockefeller Center, önnur í SoHo, sú þriðja á Grand Central og sú fjórða á Upper West Side.

Tulipop lyklakippa
Tulipop lyklakippa
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Í tilkynningu frá Tulipop segir að salan til Pylones sé afrakstur þátttöku fyrirtækisins í stærstu gjafavörusýningu Bandaríkjanna, New York International Gift Fair í ágúst síðastliðnum.

Haft er eftir Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Tulipop, að pöntun frá þekktri verslanakeðju á borð við Pylones feli í sér mikla viðurkenningu á hönnun og hugmyndaheimi Tulipop og þeim vörum sem fyrirtækið framleiðir s sem við erum að framleiða. Salan gefur vörunum okkar ákveðinn gæðastimpil og við erum bjartsýnar.

Tulipop hefur framleitt eigin vörur auk sérverkefna. Þar á meðal er sparibaukurinn Mosi fyrir MP banka og krakkahúfur fyrir VÍS.

Vefsíða Tulipop